Yfirlýsing frá United vegna Ronaldo

Cristiano Ronaldo er samningsbundinn Manchester United til sumarsins 2023.
Cristiano Ronaldo er samningsbundinn Manchester United til sumarsins 2023. AFP/Patricia De Melo Moreira

Manchester United hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta um portúgalska knattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo undanfarna daga.

Ronaldo hefur enn ekki hafið æfingar með United eftir sumarfríið og mikið hefur verið fjallað um að hann sé líklega á förum frá enska félaginu.

„Þrátt fyrir að öðru sé haldið fram í fréttum þá hefur ekkert breyst í afstöðu okkar til Cristiano. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og er ekki til sölu," segir í tilkynningunni sem birt var í breskum fjölmiðlum nú í hádeginu.

mbl.is