Henderson sat brjálaður á bekknum eftir svikin loforð

Dean Henderson segist hafa verið svikinn af United.
Dean Henderson segist hafa verið svikinn af United. AFP

Dean Henderson, varamarkmaður Manchester United á síðasta tímabili er nú á láni hjá enska knattspyrnufélaginu Nottingham Forest og segist hafa verið illa svikinn af United á síðasta tímabili.

Dean Henderson segir að honum var lofað því að hann væri aðalmarkvörður United fyrir síðasta tímabil í viðtali við talkSPORT. Hann segir að vegna þess hafi hann ekki tekið tilboðum um lán annarsstaðar frá eftir að honum var lofað öllu góðu eftir EM 2020.

Henderson var aðalmarkmaður United um tíma þegar Ole Gunnar Solskjaer var knattspyrnustjóri liðsins undir lok tímabilsins 2020/21 en fékk einugis þrjá byrjunarliðsleiki á síðasta tímabili.

„Að sitja þarna og sóa tólf mánuðum á mínum aldri er glæpsamlegt. Ég var brjálaður," sagði hin 25 ára gamli Henderson

Eftir EM 2020 fékk Henderson Covid-19 og stóð því David De Gea í marki United og stóð hann þar út tímabilið. Henderson sagði að þegar hann kom til baka fannst honum ennþá hann eiga aðalmarkvarðarstöðuna en enginn fylgdi því loforði eftir.

„Ég vildi ekki að Erik ten Hag sæi mig á æfingu því ég vissi að hann myndi vilja halda mér svo ég gerði það nánast áður en hann kom inn í félagið og ég hef ekki talað við hann síðan," sagði sjálfsöruggur Henderson sem er ennþá samningsbundinn United en er á láni hjá nýliðum Nottingham Forest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert