Fílabeinstrendingurinn mættur til Lundúna

Maxwel Cornet.
Maxwel Cornet. AFP

Fílabeinstrendingurinn Maxwel Cornet er genginn til liðs við enska knattspyrnufélagið West Ham frá Burnley á 17.5 milljónir punda. 

Cornet er lentur í London og hefur nú þegar staðist læknisskoðun og aðeins tímaspursmál hvenær hann verður tilkynntur af félaginu. 

Cornet var besti leikmaður Burnely á síðustu leiktíð eftir að hann kom frá Lyon þar sem hann hafði verið í sex ár. Cornet skoraði níu mörk í 26 leikjum en það dugði skammt þar sem félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni. 

mbl.is