Kennir sjálfum sér um skellinn (myndskeið)

„Ég ætla að taka ábyrgð því ég kostaði liðið mitt stigin þrjú í dag. Þetta var slæm frammistaða hjá mér,“ sagði David De Gea, markvörður Manchester United, í samtali við Sky sports eftir 0:4-tap liðsins fyrir Brentford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

„Þetta var mjög erfitt fyrir liðsfélaga mína eftir að mistökin mín, sem leiddu til fyrstu tveggja markanna. Ég átti að verja fyrsta skotið. Ef ég hefði gert það hefðu úrslitin verið önnur,“ bætti hann við.

De Gea missti boltann afar klaufalega undir sig í fyrsta markinu og slæm sending frá honum orsakaði annað markið, en eftir það gekk Bentford á lagið og bætti við tveimur mörkum.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert