Mörkin: Jesus óstöðvandi í sex marka leik

Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus var allt í öllu er Arsenal vann 4:2-heimasigur á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Jesus gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk og lagði upp tvö til viðbótar á Granit Xhaka og Gabriel Martinelli. James Maddison skoraði fyrir Leicester og hitt mark gestanna var sjálfsmark.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is