Norðmaðurinn bestur í ágúst

Erling Braut Haaland fer vel af stað í ensku úrvalsdeildinni.
Erling Braut Haaland fer vel af stað í ensku úrvalsdeildinni. AFP/Lindsay Parnaby

Norski framherjinn Erling Braut Haaland var í dag útnefndur besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í ágústmánuði.

Valið kemur ekki á óvart enda skoraði Haaland níu mörk í fimm fyrstu leikjum sínum með Manchester City í deildinni í ágúst. Enginn leikmaður hefur skorað jafn mikið í fyrstu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Haaland er fyrsti leikmaðurinn sem fær þessa viðurkenningu á fyrsta mánuði sínum í deildinni síðan Bruno Fernandes hjá Manchester United var valinn í febrúar 2020.

Haaland skoraði þrennur í tveimur leikjum City í röð og er sá fyrsti til að gera það í deildinni í fimm ár en síðast afrekaði Harry Kane það árið 2017.

Átta leikmenn komu til greina í kosningunni en hinir voru Pascal Gross, Gabriel jesus, Aleksandar Mitrovic, Martin Ödegaard, Nick Pope, Rodrigo og Wilfried Zaha.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert