Rekinn eftir erfiða byrjun

0:1-tapið á móti Huddersfield var síðasti leikur Cardiff undir stjórn …
0:1-tapið á móti Huddersfield var síðasti leikur Cardiff undir stjórn Steve Morrissons. Ljósmynd/Cardiff City

Enski knattspyrnustjórinn Steve Morrison hefur verið rekinn frá velska félaginu Cardiff, en það leikur í ensku B-deildinni.

Liðið hefur farið illa af stað í deildinni á leiktíðinni og er það í 16. sæti með ellefu stig og aðeins tvo sigra.

Sean Dyche, sem stýrði Burnley lengi í ensku úrvalsdeildinni, er líklegur eftirmaður Morrison. Dyche var látinn fara frá Burnley undir lok síðustu leiktíðar, er liðið var í fallbaráttu í úrvalsdeildinni.

Burnley féll að lokum og réð Vincent Kompany, fyrrverandi fyrirliða Manchester City, til starfa.  

mbl.is