Rekinn því ég er 65 ára hvítur karlmaður

Mark Lawrenson var ósáttur við endalok sín hjá BBC.
Mark Lawrenson var ósáttur við endalok sín hjá BBC. Ljósmynd/Liverpool FC

Mark Lawrenson, sem lék um árabil með Liverpool og varð fimm sinnum enskur meistari í fótbolta með liðinu, er enn ósáttur við að BBC, breska ríkissjónvarpið, hafi sagt honum upp. Lawrenson, sem er 65 ára, segir aldurinn hafa átt sinn þátt í að honum var vikið úr starfi.

„Ég var rekinn því ég er 65 ára hvítur karlmaður,” sagði Lawrenson í samtali við The Sunday Times. Hann var lengi álitsgjafi í Match of the Day á BBC, markaþætti um ensku úrvalsdeildina. Hann er ósáttur við það hvernig val BBC á álitsgjöfum hefur þróast.

„BBC er ríkisstofnun og stöðin er orðin skíthrædd um að móðga einhvern,“ sagði Lawrenson m.a. Hann var sjálfur gagnrýndur mikið fyrir ýmis ummæli sem sérfræðingur BBC-sjónvarpsstöðvarinnar.

Fékk hann t.a.m. fjölmargar kvartanir þegar hann var álitsgjafi á HM 2014 og stakk upp á því að Josip Drmic, leikmaður Sviss, klæddist pilsi því hann væri heldur kvenlegur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert