Mörkin: Jafnaði metin gegn gömlu félögunum

Enski framherjinn Sam Surridge, leikmaður Nottingham Forest, jafnaði metin seint í síðari hálfleik gegn gömlu félögum sínum í Bournemouth í 1:1 jafntefli liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Jaidon Anthony kom Bournemouth yfir á 28. mínútu en á 83. jafnaði Surridge metin. Framherjinn er uppalinn í Bournemouth og lék með unglingaliði félagsins sem og aðalliði lengi vel. 

Mörk­in má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­starfi við Sím­ann sport. 

mbl.is