„Þetta snýst um það hvernig við spilum“

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, á hliðarlínunni gegn Tottenham í …
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, á hliðarlínunni gegn Tottenham í síðustu viku. AFP/Oli Scarff

„Þetta snýst ekki um það hvort Arsenal tapi fyrir Manchester United. Þetta snýst um það hvernig við spilum. Ef við spilum eins og við gerðum í fyrri hálfleik gegn Tottenham munum við hvort sem er ekki ná þeim,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City, um möguleika liðsins til að vinna Englandsmeistaratitilinn.

„Við erum samt í öðru sæti og við erum ekki 25 stigum á eftir þeim. Það eru enn 57 stig í pottinum en ef við spilum eins og við gerðum í fyrri hálfleik gegn Tottenham þá eigum við ekki möguleika, því miður.“

„Við munum komast í sögubækurnar fyrir margt sem við höfum gert en sá tími er liðinn. Nú erum við hér og okkar stuðningsmenn vilja oftar sjá frammistöðuna sem við sýndum í seinni hálfleik gegn Tottenham.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert