„Sem betur fer fundum við markið“

Eddie Nketiah fagnar sigurmarkinu í gær.
Eddie Nketiah fagnar sigurmarkinu í gær. AFP/Glyn Kirk

„Ég sá hvar Lisandro Martínez stóð við hliðina á mér þannig að ég var viss um að ég væri réttstæður en þegar maður sér fjólubláa skjáinn koma upp þá fer hjartað að slá hraðar,“ sagði Eddie Nketiah, sóknarmaður Arsenal en hann skoraði sigurmark liðsins gegn Manchester United í frábærum fótboltaleik á Emirates-leikvanginum í gær.

Líkt og mjög mörg mörk í ensku úrvalsdeildinni skoðuðu myndbandsdómarar markið vel en það fékk að standa og stigin þrjú voru Arsenal-liðsins.

„Það sást vel hversu mikið við vildum vinna leikinn. Við héldum áfram að pressa og sem betur fer fundum við markið. Það var mikilvægt fyrir okkur og stuðningsmenn okkar.“

mbl.is