Dagný skaut Liverpool úr leik (myndskeið)

Dagný var kampakát í viðtali eftir leik.
Dagný var kampakát í viðtali eftir leik. Ljósmynd/West Ham

Dagný Brynjarsdóttir var hetja West Ham er liðið lagði Liverpool, 1:0, og tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta í gærkvöldi.

Íslenska landsliðskonan skoraði sigurmark West Ham með fallegum skalla undir lok leiksins og tryggði liðinu sæti í undanúrslitum keppninnar í fyrsta skipti.

Markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is