Tekur ekki við Everton

Marcelo Bielsa stýrði síðast Leeds.
Marcelo Bielsa stýrði síðast Leeds. AFP

Argentínski knattspyrnustjórinn Marcelo Bielsa verður ekki eftirmaður Frank Lampard hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton.

Daily Mail greinir frá að Bielsa hafi hafnað félaginu, þrátt fyrir að hafa ferðast til London frá heimalandinu í viðræður.

Bielsa ku ekki vera hrifinn af leikmannahópi Everton, en liðið er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og í gríðarlegri fallbaráttu.

Enski stjórinn Sean Dyche þykir nú líklegastur til að taka við Everton, en hann stýrði Burnley með góðum árangri, þar til hann var rekinn á síðasta ári.

mbl.is