Jafnteflisveisla í enska bikarnum

Romain Perraud setti bæði mörk Southampton.
Romain Perraud setti bæði mörk Southampton. AFP/Glyn Kirk

Fimm af sjö leikjum sem spilaðir voru klukkan þrjú í dag í ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu lauk með jafntefli og þurfa þau lið því að leika aftur. 

Fulham og Sunderland gerðu 1:1 jafntefli á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Jack Clarke kom Sunderland-liðinu yfir strax á 6. mínútu en Tom Cairney jafnaði metin fyrir Fulham á 61. mínútu og við stóð. 

Southampton var eitt af tveimur liðum sem vann sinn leik með 2:1 heimasigri á Blackpool. Romain Perraud setti bæði mörk Southampton-liðsins en lánsmaður frá Arsenal, Charlie Patino, setti mark Blackpool. 

Önnur úrslit frá bikarnum:

Blackburn - Birmingham 2:2
Bristol City - West Brom 3:0
Ipswich Town - Burnley 0:0
Sheffield Wednesday - Fleetwood Town 1:1 
Luton Town - Grimsby Town 2:2 mbl.is