Leikmaður Chelsea orðaður við Liverpool

N'Golo Kante verður samningslaus næsta sumar.
N'Golo Kante verður samningslaus næsta sumar. AFP/Glyn Kirk

Franski knattspyrnumaðurinn N'Golo Kanté er orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool í dag en hann er samningsbundinn Chelsea.

Það er spænski miðillinn El Nacional sem greinir frá þessu en Kanté, sem er 31 árs gamall, verður samningslaus næsta sumar.

Kanté gekk til liðs við Chelsea frá Leicester sumarið 2016 en alls á hann að baki 262 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 13 mörk.

Miðjumaðurjnn mun yfirgefa Chelsea þegar samningur hans rennur út en Sky Sports greinir frá því að Liverpool muni ekki semja við fleiri leikmenn í janúar og Kanté gæti því gengið til liðs við Liverpool næsta sumar.

Leikmaðurinn hefur einu sinni orðið Evrópumeistari með Chelsea, einu sinni Englandsmeistari og tvívegis bikarmeistari á tíma sínum í Lundúnum.

mbl.is