Tekinn úr Evrópuhópi Chelsea

Pierre-Emerick Aubameyang hefur lítið sýnt eftir að hann kom til …
Pierre-Emerick Aubameyang hefur lítið sýnt eftir að hann kom til Chelsea. AFP/Glyn Kirk

Sóknarmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang má ekki spila með Chelsea í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hefst síðar í þessum mánuði.

Knattspyrnustjórinn Graham Potter ákvað að taka hann úr Evrópuhópi Chelsea-liðsins. Var það gert til að nýju leikmennirnir Enzo Fernández, Mykhailo Mudryk og João Félix gætu komið inn í hópinn.

Aðeins þrír nýir leikmenn mega koma inn í leikmannahópa í keppninni eftir riðlakeppnina og var því ekkert pláss fyrir aðra leikmenn sem Chelsea samdi við í janúar. Á meðal þeirra er varnarmaðurinn Benoît Badiashile, sem Chelsea keypti á 35 milljónir punda í síðasta mánuði.

Chelsea mætir Borussia Dortmund frá Þýskalandi í 16-liða úrslitum. Fyrri leikurinn er í Þýskalandi 15. febrúar og seinni leikurinn í Lundúnum 7. mars.

mbl.is