Áfram hjá Brighton

Adam Lallana.
Adam Lallana. AFP/Glyn Kirk

Knattspyrnumaðurinn Adam Lallana hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Brighton.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Lallana, sem er 34 ára gamall, skrifaði undir samning sem gildir út keppnistímabilið 2023-24.

Lallana gekk til liðs við Brighton á frjálsri sölu frá Liverpool sumarið 2020 en hann er uppalinn hjá Southampton á suðurströndinni.

Alls á hann að baki 74 leiki fyrir Brighton þar sem hann hefur skorað fjögur mörk og þá á hann að baki 34 A-landsleiki fyrir England.

mbl.is