Bolt við ten Hag: „Takk fyrir“

Fyrrum spretthlauparinn Usain Bolt.
Fyrrum spretthlauparinn Usain Bolt. AFP/Ben Stansall

Fyrrum spretthlauparinn Usain Bolt var viðstaddur á leik Manchester United og Fulham í enska bikarnum í fótbolta síðastliðinn sunnudag. United bar sigur úr býtum, 3:1 og er komið í undanúrslit. 

Bolt hefur lengi vel verið mikil stuðningsmaður Manchester-liðsins og mætt á ótal leiki. En eftir leikinn um helgina fékk Jamaíkumaðurinn að hitta knattspyrnustjóra liðsins, Erik ten Hag. 

„Það fyrsta sem ég sagði við hann var takk fyrir og hann spurði mig „fyrir hvað?“ Fyrir að færa okkur dýrðardaga á nýjan leik. Það er gaman að horfa á Manchester United núna, liðið er saman sem eitt, leikmennirnir vinna saman og maður sér tilganginn,“ sagði Usain Bolt meðal annars í samtali við PA-fréttaveituna er hann ræddi hvað fram fór á milli sín og ten Hag.

mbl.is