Tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er nýlokið og hafa verið veitt verðlaun fyrir flottasta mark tímabilsins sem og bestu markvörsluna.
Paragvæinn Julio Enciso sem leikur með Brighton átti mark tímabilsins en það skoraði hann í leik á móti Manchester City í næstsíðustu umferð deildarinnar. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli og var markið jöfnunarmark Brighton í leiknum.
Það voru nokkrir aðrir sem komu til greina en mörk frá Ivan Toney, Michael Olise, Willian, Miguel Almiron, Jonny og Matheus Nunes voru öll tilnefnd til verðlaunanna.
Það var markvörður Chelsea, Kepa Arrizabalaga, sem átti markvörslu tímabilsins en hann átti frábæra tvöfalda vörslu í leik gegn Aston Villa í október. Leiknum lauk með 2:0-útisigri Chelsea og var það Kepa að þakka að liðið hélt hreinu í þeim leik.
Kepa átti flott tímabil í marki Chelsea þrátt fyrir lélegt gengi liðsins.