HK fær framherja frá Derby

HK-ingar sækja KA heim á morgun.
HK-ingar sækja KA heim á morgun. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Írski knattspyrnumaðurinn George Nunn er genginn til liðs við HK og mun leika með Kópavogsliðinu í Bestu deildinni á komandi keppnistímabili.

Nunn er 22 ára sóknarmaður sem ólst upp hjá enska félaginu Crewe og var síðan hjá Chelsea í fjögur ár en hefur verið í röðum Derby County undanfarin tvö ár. Hann hefur þó ekki spilað með aðalliði félagsins en verið í láni hjá nokkrum enskum utandeildaliðum, síðast Barwell Town.

Þá hefur Nunn leikið með U19 ára landsliði Írlands en hann gat valið á milli Englands, Írlands og Þýskalands.

Hann er kominn með leikheimild og getur því spilað með HK þegar liðið sækir KA heim í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert