Unnu deildina án þess að tapa leik

Dota 2-Leikmenn Fylkis komu, sáu og sigruðu í Kraftvéladeildinni, en …
Dota 2-Leikmenn Fylkis komu, sáu og sigruðu í Kraftvéladeildinni, en liðið vann deildina án þess að tapa einum leik. Ljósmynd/Aðsend

Íþróttafélagið Fylkir átti sannfærandi sigur fyrr í kvöld þegar úrslit Kraftvéladeildarinnar fóru fram, en liðið vann deildina án þess að tapa einum einasta leik á tímabilinu.

Það voru liðin Fylkir og Kórdrengir sem mættust í rafíþróttahöllinni Arena í dag til þess að spila úrslitaleikinn, en undanúrslitin fóru einnig fram fyrr í dag. Í salnum voru mjög margir Dota-leikmenn sem áhugamenn og ríkti mikil spenna og gleði yfir þeim.

Vert er að nefna að þetta er í fyrsta skiptið sem keppt er undir merkjum Fylkis í Kraftvéladeildinni, íslensku deildinni í Dota 2, og hafði liðið sett sér háleit markmið fyrir tímabilið.

Ljóst er að Fylkir hefur heldur en ekki sannað sig með árangri sínum og náð settum markmiðum. Það má jafnvel segja að þeim hafi gengið vonum framar í ljósi þess að liðið vann deildina í fyrstu tilraun, og án þess að tapa leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert