Magnussen fær senn svör

Kevin Magnussen í Monza um nýliðna helgi.
Kevin Magnussen í Monza um nýliðna helgi. AFP

Danski ökumaðurinn Kevin Magnussen hefur verið tjáð að hann muni komast að því fyrir næsta mót,  kappaksturinn í Singapúr 18. september, hvort hann haldi starfi hjá Renault.

Magnussen fékk annað tækifæri í formúlu-1 hjá Renault, eftir að hafa verið látinn sigla sinn sjó eftir eitt ár hjá McLaren. Hann hefur aflað liðinu einu stiganna sem það hefur unnið í keppni ár er hann varð sjöundi í mark í rússneska kappakstrinum í Sotsjí.

Bæði staða hans og liðsfélaga hans, Jolyon Palmer, þykir í mikilli óvissu og herma fregnir að Renault sé meðal annars að skoða ýmsa aðra ökumenn fyrir næsta ár, 2017.

Sergio Perez er sagður vera sá ökumaður sem Renault geri helst hosur sínar grænar fyrir. Þá mun franski ökumaðurinn Esteban Ocon líka í sigtinu. Hann starfaði sem reynsluökumaður liðsins allt þar til hann var ráðinn fyrir tæpum tveimur vikum til að keppa fyrir Manor út árið.

„Ég vona að þetta hafi verið síðasta mótið sem ég tek þátt í án þess að vita hvað ég geri í framtíðinni. Mér er sagt að svo verði,“ hefur vefsetrið autosport eftir Magnussen.

Renault hefur átt erfiða tíma eftir að franski bílsmiðurinn sneri aftur með lið undir eigin merkjum til keppni í formúlu-1. Hefur það fyrir nokkru sett allan kraft í undirbúning næsta árs í þeirri von að koma betur út þá. Keppnisbíllinn í ár er sagður nokkurs konar málamiðlun en það var ekki fyrr en við lok keppnistímabilsins í fyrra sem Renault tók Lotusliðið yfir og því var tími til að smíða nýjan bíl frá grunni hlaupinn frá liðinu. Þykir bíllinn hafa verið býsna  misheppnaður frá byrjun.



Kevin Magnussen í Monza.
Kevin Magnussen í Monza. AFP
Ökumenn Renault í Monza, Jolyon Palmer á undan, Kevin Magnussen …
Ökumenn Renault í Monza, Jolyon Palmer á undan, Kevin Magnussen á eftir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert