Vettel lifir í voninni

Sebastian Vettel í Suzuka í morgun.
Sebastian Vettel í Suzuka í morgun. AFP

Þrátt fyrir mótlæti í síðustu mótum kveðst Sebastian Vettel á því að hann eigi enn möguleika á að leggja Lewis Hamilton í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna í formúlu-1.

Vettel var með 14 stiga forskot á Hamilton er formúlan fór í sumarfrí í ágúst en vegna mótlætis síðan hefur dæmið snúist við og gott betur því Hamilton er nú með 34 stiga forskot.

Hamilton hefur unnið síðustu þrjú mót, í Belgíu, Monza og Síngapúr. Í pottinum eru enn 125 stig og kveðst Vettel vongóður um að hann muni saxa hægt og bítandi á forskot Hamiltons. „Ég er á því að við eigum enn möguleika og ætla að sjá til þess að við nýtum okkur það,“ segir Vettel í aðdraganda kappakstursins í Suzuka nú um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert