Vettel á því að geta landað titli

Keppnisbíll Aston Martin á 2021 keppnistíðinni.
Keppnisbíll Aston Martin á 2021 keppnistíðinni.

Sebastian Vettel segist á því að geta unnið heimsmeistaratitil ökumanna í formúlu-1 í ár. Lét hann þessi orð falla er lið hans, Aston Martin, sýndi nýja keppnisbíla sína í dag.

Vettel keppti með Ferrari  undanfarin sex ár með árangri sem stóð langt undir væntingum og skrifaðist aðallega á getuleysi skarlatsrauðu keppnisfáka liðsins. Hafnaði Vettel í aðeins 13. sæti í keppninni um titil ökumanna í fyrra.

Hann vann titil ökumanna fjórum sinnum sem liðsmaður Red Bull. Kveðst Vettel, sem er 33 ára, reiðubúinn að rita nýjan kapítula á íþróttaferli sínum. Hann hefur 53 sinnum staðið á efsta þrepi verðlaunapallsins og hafa einungis landi hans Micael Schumacher og Lewis Hamilton gert betur.

Aston Martin er komið til leiks að nýju  eftir að hafa keppt í formúlu-1 á fyrsta áratug íþróttarinnar, síðast árið 1960. Þetta sama lið keppti undir merkjum Racing Point í fyrra og hefur skipt tíðum um nafn síðustu árin, en þegar það var stofnað hér það Jordan eftir hinum enska eiganda sínum.

Keppnisbíll Aston Martin á 2021 keppnistíðinni.
Keppnisbíll Aston Martin á 2021 keppnistíðinni.
Sebastian Vettel ökumaður Aston Martin.
Sebastian Vettel ökumaður Aston Martin.
Keppnisbíll Aston Martin á 2021 keppnistíðinni.
Keppnisbíll Aston Martin á 2021 keppnistíðinni.
Lance Stroll verður ökumaður Aston Martin en faðir hans á …
Lance Stroll verður ökumaður Aston Martin en faðir hans á liðið.
mbl.is