Skipta enn um ökumenn

Toro Rosso heldur áfram að breyta ökumannaskipan sinni mót frá móti. Um komandi helgi í Mexíkó verða undir stýri bílanna þeir Pierre Gasly og Brendon Hartley.

Með öðrum orðum ekur Daniil Kvyat ekki en hann var kallaður til starfa í stað Gasly í bandaríska kappakstrinum um nýliðna helgi.

Kvyat var vikið úr sæti sínu fyrir Malasíukappaksturinn og þann japanska er Gasly en fram að því hafði rússneski ökumaðurinn þótt eiga dapra keppnistíð. Nú er allt útlit fyrir að hann sé endanlega fallinn úr náð hjá Red Bull og að hann keppi ekki meir undir merkjum Red Bull og Toro Rosso í formúlu-1.

Eftir  bandaríska kappaksturinn sást til Kvyat funda með Williamsstjóranum Paddy Lowe en hann mun vera meðal ökumanna sem enska liðið er að skoða fyrir næsta ár.

Í Austin skilaði Kvyat sér í mark í tíunda sæti, síðasta stigasætinu. Voru það fyrstu stig hans í keppni frá í Barcelona í maí.

Toro Rosso hefur ekki tilkynnt hverjir keppa fyrir liðið í síðustu mótunum tveimur, í Brasilíu og Abu Dhabi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert