Hamilton vann harðan slag

Lewis Hamilton á Mercedes vann í þessu ráspól breska kappakstursins eftir hnífjafna og harða keppni við Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen á Ferrari.

Munurinn á Hamilton og Vettel var aðeins 44 þúsundustu úr sekúndum en sú tala er sú sama og er að finna á trjónu Mercedesbílsins. Er þetta fjórða árið í röð sem Hamilton hreppir ráspól heimakappaksturs síns.

Vettel var hlutskarpari í fyrri tímatilrauninni í lokalotu tímatökunnar í Silverstone, en þar fer breski kappaksturinn fram á morgun. Var hann þá 57 þúsundustu fljótari með hringinn. Hamilton sneri svo dæminu við í seinni tilrauninni.

Í sætum fjögur til tíu urðu - í þessari röð - Valtteri Bottas á Mercedes, Max Verstappen og Daniel Ricciardo á Red Bull, Kevin Magnussen og Romain Grosjean á Haas, Charles Leclerc á Sauber og Esteban Ocon á Force India, en þótt Mercedesvél knúi bíl hans var Ocon 2,3 sekúnudm lengur með hringinn en Hamilton.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla