Heimsmeistarinn sigraði í Frakklandi

Max Verstappen, liðsmaður Red Bull, fagnaði sigri í dag. Lewis …
Max Verstappen, liðsmaður Red Bull, fagnaði sigri í dag. Lewis Hamilton kom annar í mark og liðsfélagi hans hjá Mercedes, George Russell, var þriðji. AFP/Sylvain Thomas

Ríkj­andi heims­meist­ar­inn Max Verstapp­en, liðsmaður Red Bull, vann franska Formúlu 1 kapp­akst­ur­inn á Circuit Paul Ricard-brautinni í dag. 

Charles Leclerc, sem vann austurríska kappaksturinn fyrir tveimur vikum síðan og byrjaði á ráspól í dag, datt snemma úr leik eftir að hafa keyrt á vegg á 18. hring.

Dagurinn var góður fyrir keppnislið Mercedes þar sem Lewis Hamilton kom annar í mark í sínum þrjúhundraðasta Formúlu 1 kappakstri á ferlinum og George Russell, liðsfélagi hans hjá Mercedes endaði í þriðja sæti.

Sergio Pérez, liðsmaður Red Bull, kom fjórði í mark. Carlos Sainz, liðsmaður Ferrari var fimmti í mark og Fernando Alonso, liðsmaður Alpine var sjötti.

Max Verstappen er nú með 63 stiga forskot á Leclerc í efsta sæti í keppni ökuþóra með 233 stig. Leclerc er með 170 stig og þar á eftir kemur Pérez með 163 stig.

Charles Leclerc þurfti að hætta á 18. hring í dag.
Charles Leclerc þurfti að hætta á 18. hring í dag. AFP/Eric Gaillard
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert