Ronaldo vakinn með flugeldum í nótt

Cristiano Ronaldo er mættur til Spánar þar sem Juventus heimsækir ...
Cristiano Ronaldo er mættur til Spánar þar sem Juventus heimsækir Valencia í Meistaradeild Evrópu í kvöld. AFP

Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus og besti knattspyrnumaður heims, vaknaði við flugeldasýningu í nótt þegar stuðningsmenn Valencia ákváðu að sprengja flugelda fyrir utan hótel liðsins í spænsku borginni.

Valencia tekur á móti Juventus í 1. umferð H-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld klukkan 19 en Young Boys frá Sviss og Manchester United frá Englandi leika einnig í H-riðli Meistaradeildarinnar. 

„Ákveðinn hópur fólks sprengdi flugelda fyrir utan hótel Juventus klukkan 3 í nótt. Þetta var smávægilegt atvik og til þess fallið að trufla leikmenn Juventus fyrir leikinn gegn Valencia, síðar í dag," sagði Juan Carlos Fulgencio, bæjarstarfsmaður hjá Valencia, í samtali við spænska fjölmiðla í dag.

mbl.is