Í fyrsta sinn sem ég græt inni á vellinum

Tim Cahill veifar til stuðningsmanna ástralska landsliðsins eftir kveðjuleik sinn.
Tim Cahill veifar til stuðningsmanna ástralska landsliðsins eftir kveðjuleik sinn. AFP

Tim Cahill lék í morgun kveðjuleik sinn með ástralska landsliðinu þegar það vann Líbanon 3:0 í vináttuleik í Sydney að viðtöddum 33 þúsund áhorfendum.

Þetta var 108. og síðasti landsleikur Cahill en þessi 38 ára gamli framherji lék síðustu átta mínúturnar í leiknum. Cahill er markahæsti leikmaðurinn í sögu ástralska landsliðsins en hann skoraði 50 mörk í leikjunum 108.

„Þetta er í fyrsta skipti á ferlinum sem ég græt inni á fótboltavelli og ég er stoltur af því. Í hvert skipti sem ég hef klætt mig í grænu og gylltu treyjuna þá hef ég spilað með hjartanu. Til allra minna liðsfélaga og starfsliðs sem ég hef unnið með þá væri ég ekkert án ykkar,“ sagði Cahill eftir leikinn þegar hann ávarpaði áhorfendur inni á vellinum eftir leikinn en hann fékk sams konar kveðjuleik og Wayne Rooney fékk með enska landsliðinu á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert