Barcelona ekki dæmt úr keppni

Lionel Messi og félagar fá að taka þátt í átta …
Lionel Messi og félagar fá að taka þátt í átta liða úrslitum spænska bikarins. AFP

Barcelona verður ekki dæmt úr leik í spænska bikarnum í fótbolta. Barcelona vann samanlagðan 4:2-sigur á móti Levante í 16-liða úrslitunum, eftir 3:0-heimasigur í síðari leik liðanna í gærkvöldi. 

Í kjölfarið kvörtuðu forráðamenn Levante og sögðu Barcelona hafa teflt fram ólöglegum leikmanni. Um­rædd­ur leikmaður er Juan Brand­ariz sem spil­ar að jafnaði með varaliði Barcelona.

Um síðustu helgi fékk hann gult spjald í leik á móti Ca­stellon í viður­eign liðanna í C-deild­inni. Það var hans fimmta gula spjald á tíma­bil­inu sem þýðir sjálf­krafa eins leiks bann sem gild­ir líka í bik­arn­um.

Spænska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kom fram að kvörtun Levante hafi borist sambandinu of seint. Barcelona mætir Sevilla í átta liða úrslitum keppninnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert