Rakel sú sjöunda á Englandi

Rakel Hönnudóttir með knöttinn.
Rakel Hönnudóttir með knöttinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rakel Hönnudóttir varð í gær sjöunda íslenska knattspyrnukonan sem gengur til liðs við enskt félagslið þegar hún samdi við Reading til loka tímabilsins 2020.

Rakel, sem á að baki 94 leiki með íslenska landsliðinu, lék í eitt ár með Limhamn Bunkeflo í Svíþjóð og átti stóran þátt í því að bjarga liðinu frá falli úr sænsku úrvalsdeildinni í haust. Rakel verður eini leikmaður Reading sem er ekki frá Bretlandseyjum.

Sex íslenskar knattspyrnukonur hafa áður leikið á Englandi, þar af þrjár eftir að efsta deild varð atvinnumannadeild árið 2011. Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir léku með Chelsea árið 2013 og Katrín Ómarsdóttir var á mála hjá Liverpool árin 2013-2015 þar sem hún varð tvisvar Englandsmeistari. Árið 2016 lék Katrín svo með Doncaster.

Sjá samtal við Rakel í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert