Ég vorkenni þeim ekki neitt

Phil Neville fylgist með leiknum í dag.
Phil Neville fylgist með leiknum í dag. AFP

Phil Neville, landsliðsþjálfari enska kvennaliðsins í fótbolta, var ekki sáttur eftir 3:0-sigur á Kamerún í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Frakklandi í dag.

Leikmenn Kamerún brugðust illa við er dómari leiksins dæmdi mark Englands gilt eftir myndbandsúrskurð í fyrri hálfleik og mark Kamerún ógilt vegna rangstöðu í seinni hálfleik. Neituðu leikmennirnir að taka miðju og mótmæltu harðlega. Neville var ekki skemmt. 

„Þetta var ekki fótbolti. Það var ekki gaman að sjá þetta og leikmönnum var heldur ekki skemmt. Það eru ungar stelpur að fylgjast með og þetta er ekki gott. Ég vorkenni þeim ekki neitt, en ég held að dómarinn hafi gert það.

Við áttum að fá víti og þeirra leikmaður átti að fá rautt spjald. Ég er stoltur af leikmönnunum mínum fyrir að sýna mikinn aga," sagði Phil Neville. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert