Ósættið braust út á vellinum

María Þórisdóttir og liðfélagar hennar í norska landsliðinu mæta Englandi …
María Þórisdóttir og liðfélagar hennar í norska landsliðinu mæta Englandi í átta liða úrslitum í Le Havre. AFP

Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu stendur nú sem hæst og um helgina urðu Þýskaland, Noregur, England og Frakkland fyrstu liðin til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum mótsins. Það sem hefur skyggt á spennandi leiki og góð tilþrif á mótinu er hins vegar myndbandadómgæslan. Hún hefur verið vægast sagt umdeild á meðal knattspyrnuáhugafólks, en náði sennilega nýjum hæðum þegar leikmennirnir sjálfir létu óánægju sína í ljós inni á vellinum eins og gerðist í 16-liða úrslitunum í gær.

England vann þá 3:0-sigur á Kamerún í 16-liða úrslitunum. Annað mark Englands í uppbótartíma fyrri hálfleiks, sem fyrst var dæmt ógilt vegna rangstöðu, var látið standa eftir að myndbandsupptökur voru skoðaðar. Leikmenn Kamerún neituðu að taka miðju í kjölfarið, en loks var hægt að halda leik áfram. Þegar mark var svo dæmt af Kamerún í upphafi síðari hálfleiks tafðist leikurinn lengi vel þar sem róa þurfti leikmenn niður vegna bræði.

Kamerún er þó ekki úr leik vegna myndbandadómgæslu og þó hegðunin innan vallar hafi ekki verið til fyrirmyndar þá undirstrikaði hún vandræðin sem hafa verið í gangi á mótinu vegna þessarar tækni. Að lokum er það alltaf mannsaugað sem tekur lokaákvörðunina. Þó nú sé hægt að horfa oftar á atvikin eiga mistökin sér enn stað.

Myndbandið bjargaði Maríu

María Þórisdóttir og lið Noregs verða mótherjar Englands í átta liða úrslitunum, en María komst heldur betur í hann krappan þegar Noregur vann Ástralíu eftir vítakeppni. Í venjulegum leiktíma var í fyrstu dæmt víti á Maríu fyrir að hafa handleikið boltann, að því er virtist, og beið hún með öndina í hálsinum á meðan atvikið var skoðað gaumgæfilega af dómara leiksins á myndbandi. Að lokum var dómnum snúið við, boltinn sagður hafa farið í öxlina á Maríu og fögnuðurinn var á við sigur í leiknum.

Greinina í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert