Willum á skotskónum í bikarsigri

Willum Þór Willumsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir BATE í …
Willum Þór Willumsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir BATE í bikarsigri í dag. mbl.is/Hari

Willum Þór Willumsson var á skotskónum fyrir hvít-rússneska knattspyrnufélagið BATE þegar liðið vann öruggan 5:2-útisigur gegn Sputnik Rechytsa í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar þar í landi í dag.

Willum var í byrjunarliði BATE og lék allan leikinn en hann átti stóran þátt í fyrsta mark liðsins á 15. mínútu þegar hann sendi boltann á Erwayn Mukam sem lét vaða á markið. Markmaður Sputnik Rechytsa varði frá Mukam en Tuominen Yassa náði frákastinu og kom BATE yfir í leiknum. 

Leikmenn BATE bættu við þremur mörkum til viðbótar í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 4:0. Sputnik Rechytsa minnkaði muninn í 4:1 með marki úr vítaspyrnu á 79. mínútu áður en Willum skoraði fimmta mark BATE á 81. mínútu með laglegu skoti úr teignum eftir að Titov í marki Sputnik Rechytsa mistókst að kýla boltann frá marki.

Willum gekk til liðs við BATE frá Breiðabliki í febrúar á þessu ári og hefur hann komið við sögu í sjö leikjum með liðinu á þessari leiktíð. Þetta var hans annað mark fyrir félagið en BATE er komið áfram í sextán liða úrslit bikarkeppninnar og þá er liðið í öðru sæti úrvalsdeildarinnar með 28 stig eftir tólf umferðir, tveimur stigum minna en topplið Dinamo Brest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert