Guðjón á toppinn eftir ótrúlegar lokamínútur

Guðjón Þórðarson og Jens Martin Knudsen eru að gera góða …
Guðjón Þórðarson og Jens Martin Knudsen eru að gera góða hluti með NSÍ. Ljósmynd/NSÍ

Guðjón Þórðarson stýrði NSÍ frá Runavík upp í toppsæti færeysku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með 4:2-útisigri á IF Fuglafirði. Staðan var 2:2 þegar æsilegar lokamínútur fóru af stað. 

NSÍ komst yfir snemma leiks en IF Fuglafirði tókst að komast yfir með tveimur mörkum á síðasta kortérinu í fyrri hálfleik. 

NSÍ náði að jafna á 78. mínútu og Pól Jóhannus Justinussen, fyrrverandi leikmaður Vals, kom NSÍ yfir á 90. mínútu. Lærisveinar Guðjóns gulltryggðu svo glæsilegan 4:2-sigur með marki í uppbótartíma. 

NSÍ er nú með 39 stig, einu stigi meira en KÍ Klaksvík og B36 sem koma í öðru og þriðja sæti. Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í HB eru í fjórða sæti með 35 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert