Breiðablik mætir langbesta liði Tékklands

Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður í eldlínunni með Breiðabliki í kvöld.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður í eldlínunni með Breiðabliki í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Breiðablik mætir tékkneska liðinu Sparta Prag í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld á Kópavogsvelli í fyrri leik liðanna kl. 19:15. 

Sparta Prag vann tékknesku deildina á síðustu leiktíð með yfirburðum. Liðið vann 19 af 20 leikjum og gerði eitt jafntefli. Slavia Prag varð í öðru sæti, tíu stigum á eftir. Stjarnan mætti Slavia Prag í sextán liða úrslitum keppninnar fyrir tveimur árum og tapaði 1:2 samanlagt.

Breiðablik tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum með sigri á Tel Aviv, ZFK Dragon og Sarajevo í undankeppninni í Bosníu í ágúst. Sparta Prag fór beint í 32-liða úrslitin. 

Verkefnið verður erfitt fyrir Breiðablik, sem mætir síðan Val í væntanlega hreinum úrslitaleik um hvort liðið verður Íslandsmeistari strax á sunnudag. 

Síðari leikurinn við Sparta Prag fer fram í Prag fimmtudaginn 26. september. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert