Rapinoe hlaut Gullboltann

Megan Rapinoe var valin besti leikmaður HM í sumar.
Megan Rapinoe var valin besti leikmaður HM í sumar. AFP

Megan Rapinoe, fyrrverandi fyrirliði bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, hlaut Gullboltann í kvennaflokki á árlegri verðlaunaafhendingu France Football sem fram fór í París í kvöld. Ada Hegerberg frá Noregi hlaut verðlaunin í fyrra en þetta er í annað sinn sem Gullboltinn er veittur í kvennaflokki.

Rapinoe var fyrirliði Bandaríkjanna á HM í Frakklandi í sumar þar sem bandaríska liðið varði heimsmeistaratitil sinn. Rapinoe var valin best á HM í Frakklandi en hún leikur með Reign í bandarísku atvinnumannadeildinni. Lucy Bronze frá Englandi varð önnur í kjörinu og Alex Morgan frá Bandaríkjunum hafnaði í þriðja sæti.

mbl.is