Kaupa ekki Coutinho

Philippe Coutinho leikur nú með Bayern München, en hann er …
Philippe Coutinho leikur nú með Bayern München, en hann er samningsbundinn Barcelona. AFP

Þýska knattspyrnufélagið Bayern München hefur leyft kauprétti sínum á brasilíska framherjanum Philippe Coutinho að renna út og mun hann því ekki vera áfram í Þýskalandi á næstu leiktíð.

Coutinho er samningsbundinn stórliði Barcelona á Spáni en gerði eins árs lánssamning við Bayern síðasta sumar. Þýsku meistararnir áttu svo forkaupsrétt á honum sem rann út í gær. Formaður félagsins, Karl-Heinz Rummenigge, staðfesti þetta við Der Spiegel.

Brasilíumaðurinn er 27 ára og skoraði níu mörk í 32 leikjum áður en stöðva þurfti þýsku 1. deildina vegna kórónuveirufaraldursins. Hann gekkst undir aðgerð á ökkla fyrir tveimur vikum og verður því ekki meira með í sumar.

Coutinho gekk til liðs við Barcelona frá Li­verpool í janú­ar 2018 en hann er 27 ára gam­all. Barcelona borgaði 105 millj­ón­ir punda fyr­ir bras­il­íska sókn­ar­mann­inn sem er nú sagður vera til sölu fyr­ir 70 millj­ón­ir punda. Hann er eft­ir­sótt­ur af liðum í ensku úr­vals­deild­inni og þá hef­ur hann einnig verið orðaður við Frakk­lands­meist­ara PSG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert