Fögnuðu með treyju landsliðsfyrirliðans

Leikmenn Wolfsburg fagna með treyjunni hennar Söru.
Leikmenn Wolfsburg fagna með treyjunni hennar Söru. Ljósmynd/DFB-Frauenfussball

Eins og mbl.is greindi frá í gær varð Wolfsburg þýskur bikarmeistari í fótbolta í kvennaflokki eftir sigur á Essen í vítakeppni. 

Sara Björk Gunnarsdóttir hjálpaði Wolfsburg að komast í úrslitaleikinn, en mátti ekki taka þátt í úrslitaleiknum sjálfum þar sem hún samdi við Evrópumeistara Lyon í síðustu viku. 

Fyrrverandi liðsfélagar Söru sendu landsliðsfyrirliðanum hinsvegar kveðju og fögnuðu með treyju hennar á lofti. Þá fagnaði Sara vel og innilega með Wolfsburg í myndbandssímtali. 

View this post on Instagram

What a team 😍💚🏆Proud to have been apart of it 🙏🏻👌🏼👌🏼 #pokalsieger

A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) on Jul 4, 2020 at 11:48am PDT

mbl.is