Þurfa að spila án átta leikmanna í einangrun

Úr leik Rangers og Aberdeen um síðustu helgi.
Úr leik Rangers og Aberdeen um síðustu helgi. AFP

Skoska knattspyrnufélagið Aberdeen fær ekki deildarleiknum gegn St. Johnstone á laugardaginn frestað þrátt fyrir að tveir leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna í dag og aðrir sex eru farnir í sóttkví.

Tveir leikmenn greindust með veiruna í reglubundinni skoðun en skoska úrvalsdeildin hóf göngu sína á ný í vikunni. Önnur umferðin fer fram um helgina og verður Aberdeen að mæta til leiks á laugardaginn, jafnvel þó átta leikmenn úr aðalliðinu séu fjarri góðu gamni.

mbl.is