Kranjcar látinn eftir stutt veikindi

Zlatko Kranjcar er látinn eftir stutt veikindi.
Zlatko Kranjcar er látinn eftir stutt veikindi. AFP

Króatinn Zlatko Kranjcar er látinn eftir stutta baráttu við alvarleg veikindi, 64 ára að aldri. Kranjcar var fyrirliði Króatíu í fyrsta landsleik þjóðarinnar gegn Bandaríkjunum árið 1990.

Hann var landsliðsþjálfari Króatíu frá 2004 til 2006 og kom liðinu inn á HM í Þýskalandi 2006. Króatía var með Íslandi í riðli í undankeppninni og vann króatíska liðið báða leikina, 4:0 og 3:1.

Sonur hans, Niko Kranjcar, lék með Tottenham og Portsmouth á sínum tíma.

mbl.is