Eriksen valinn maður leiksins

Liðsfélagar Eriksens voru tilfinningaríkir á meðan miðjumaðurinn fékk aðhlynningu.
Liðsfélagar Eriksens voru tilfinningaríkir á meðan miðjumaðurinn fékk aðhlynningu. AFP

Christian Eriksen var valinn maður leiks Danmerkur og Finnlands á EM karla í fótbolta af UEFA í kvöld. Leikið var á Parken í Kaupmannahöfn.

Eriksen hneig niður í fyrri hálfleik og þurfti á end­ur­lífg­un að halda. Að lokum var hann borinn af velli með meðvitund og er líðan hans stöðug, en óttast var um líf danska miðjumansins.

Finnar unnu leikinn 1:0, í sínum fyrsta leik á stórmóti, en UEFA heiðraði Danann í leikslok.

mbl.is