Spánverjar fundu ekki leið fram hjá Svíum

Thiago, leikmaður Liverpool, með boltann í kvöld.
Thiago, leikmaður Liverpool, með boltann í kvöld. AFP

Spánn og Svíþjóð gerðu í kvöld fyrsta markalausa jafntefli Evrópumóts karla í fótbolta er þau mættust í Sevilla. 

Spánverjar voru mun sterkari aðilinn allan leikinn og fengu nokkur mjög góð færi til að skora  en Robin Olsen í sænska markinu varði nokkrum sinnum glæsilega. 

Gerard Moreno og Pablo Sarabia fengu gullin tækifæri til að skora sigurmark í blálokin en í bæði skiptin varði Olsen vel. 

Spánverjar voru 85% með boltann, áttu sautján skot gegn fjórum og 917 sendingar gegn 161. Þrátt fyrir það skipta liðin með sér stigunum og eru í öðru og þriðja sæti E-riðils á eftir Slóvakíu sem vann Pólland fyrr í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert