Skoraði og valin maður leiksins

Ingibjörg Sigurðardóttir fer vel af stað á leiktíðinni.
Ingibjörg Sigurðardóttir fer vel af stað á leiktíðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ingi­björg Sig­urðardótt­ir og Am­anda Andra­dótt­ir voru á skot­skón­um fyr­ir lið sitt Vål­erenga þegar það tók á móti Arna-Björn­ar í norsku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í gær þar sem lokatölur urðu 2:0. 

Eftir leik var Ingibjörg, sem er varnarmaður, valin maður leiksins. Ingibjörg átti afar gott tímabil með Vål­erenga á síðustu leiktíð og var valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar, ásamt því að liðið varð bæði deildar- og bikarmeistari.

Vål­erenga hefur farið gífurlega vel af stað á leiktíðinni og unnið fjóra fyrstu leiki sína, líkt og Rosenborg, Sandviken og Lillestrøm.

mbl.is