Bayern með fullt hús

Jamal Musiala gerði fyrra mark Bayern.
Jamal Musiala gerði fyrra mark Bayern. AFP/Kerstin Joensson

Bayern München hafði betur gegn Wolfsburg, 2:0, í þýsku 1. deildinni í fótbolta í Bæjaralandi í dag.

Jamal Musiala kom meisturum síðustu tíu ára yfir á 33. mínútu og Thomas Müller bætti við öðru marki tíu mínútum síðar og þar við sat.

Þegar öll átján lið deildarinnar hafa leikið tvo leiki eru Bayern og Dortmund einu liðin sem eru með fullt hús stiga, en Dortmund vann 3:1-útisigur á Freiburg á föstudagskvöld.  

mbl.is