Svakalegt að spila 68 leiki á einu ári

Declan Rice, fyrirliði West Ham United.
Declan Rice, fyrirliði West Ham United. AFP/Ian Kington

Mikið hefur mætt á knattspyrnumanninum Declan Rice, fyrirliða West Ham United og fastamanns hjá enska landsliðinu í knattspyrnu karla, undanfarið ár.

Varnartengiliðurinn spilar iðulega alla leiki frá upphafi til enda hjá báðum liðum og benti Rice á að á einu ári hafi hann spilað samtals 68 leiki með West Ham í ensku úrvalsdeildinni, bikarkeppnum og Evrópudeildinni og með Englandi á EM 2020 síðasta sumar auk undankeppni HM 2022, vináttulandsleikja og leikja í Þjóðadeild UEFA

„Frá júní á síðasta ári til júní á þessu ári spilaði ég 68 leiki á einu ári. Það er svakalegt magn af leikjum. Maður verður að halda sér í formi, þú verður að jafna þig fljótt, næringin verður að vera í lagi.

Það verður allt að vera upp á tíu allt árið. Þegar ég geng af velli eftir hvern einasta leik er ég dauðþreyttur,“ sagði Rice á blaðamannafundi fyrir leik West Ham gegn Anderlecht í Sambandsdeild UEFA í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert