Veit að allt sem ég geri ratar í fjölmiðla

„Ég hoppa ekkert hæð mína þegar ég sé einhverja hluti um mig í fjölmiðlum,“ sagði knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson í Dagmálum.

Viðar Örn, sem er 33 ára, hefur verið atvinnumaður frá árinu 2014 og þá á hann að baki 32 A-landsleiki fyrir Ísland þar sem hann hefur skorað fjögur mörk.

„Ég mjög opinn maður, fullopinn kannski, og ég veit að allt sem ég geri ratar í fjölmiðla,“ sagði Viðar Örn.

„Mér fór að líða betur þegar ég hætti að pæla í því hvað öðrum finnst um mig,“ sagði Viðar Örn meðal annars.

Viðtalið við Viðar Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Viðar Örn Kjartansson hélt út í atvinnumennsku árið 2014 þegar …
Viðar Örn Kjartansson hélt út í atvinnumennsku árið 2014 þegar hann gekk til liðs við Vålerenga í Noregi. Ljósmynd/Vålerenga
mbl.is