Myndir: Fagnaði með ísraelska fánann og allt varð vitlaust

Dan Biton fagnar marki sínu í Kópavoginum.
Dan Biton fagnar marki sínu í Kópavoginum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dan Biton kom Maccabi Tel Aviv yfir gegn Breiðabliki á 35. mínútu en liðin eigast nú við í B-riðli Sambandsdeildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli.

Biton átti skot utan teigs sem Anton Ari Einarsson í marki Breiðabliks réð ekki við en sólin á Kópavogsvelli virtist blinda markvörðinn.

Biton fagnaði markinu með því að hlaupa að varamannabekk Maccabi Tel Aviv þar sem beið hans stór ísraelskur fáni.

Hann lyfti fánanum svo í átt að stúkunni og fékk að líta gula spjaldið fyrir gjörninginn sem fór ekkert sérstaklega vel í stuðningsmenn Breiðabliks á Kópavogsvelli.

Leikmenn Maccabi Tel Aviv voru mjög ósáttir með dóminn og hópuðust að dómara leiksins, Luka Bilbija frá Bosníu, en upp úr sauð svo á milli liðanna áður en leikurinn hófst á nýjan leik.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert