Leverkusen þýskur bikarmeistari og ósigrað heimafyrir

Liðsmenn Bayer Leverkusen fagna sigurmarki Granit Xhaka.
Liðsmenn Bayer Leverkusen fagna sigurmarki Granit Xhaka. AFP/Tobias Schwarz

Bayer Leverkusen vann B-deildarlið Kaiserslautern, 1:0, í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í fótbolta í Berlín í kvöld.

Granit Xhaka skoraði sigurmark Leverkusen á 17. mínútu leiksins. Odilon Kossounou fékk síðan rautt spjald í liði Leverkusen á 44. mínútu. 

Leverkusen fer þar með ósigrað í gegnum tímabilið á Þýskalandi og er tvöfaldur meistari árið 2024 en eina tap liðsins á tímabilinu kom á miðvikudaginn var gegn Atalanta í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert