Isinbajeva vann stangarstökkið og setti heimsmet

Isinbajeva fagnar heimsmetinu í Aþenu í kvöld.
Isinbajeva fagnar heimsmetinu í Aþenu í kvöld. AP

Jelena Isinbajeva frá Rússlandi setti heimsmet í stangarstökki kvenna á ólympíuleikunum í Aþenu í kvöld þegar hún stökk 4,91 metra. Isinbajeva hafði þá þegar tryggt sér gullverðlaun í stangarstökki með því að fara yfir 4,80 metra í fyrstu tilraun. Isinbajeva átti sjálf gamla metið, 4,90, sem hún setti í Lundúnum í júlílok.

Svetlana Feofanova frá Rússlandi varð önnur með 4,75 metra stökk. Hún reyndi við 4,80 og 4,90 metra en felldi þær hæðir. Anna Rogowska frá Póllandi hreppti bronsverðlaun með því að stökkva 4,70 metra og landa hennar, Monika Pyrek varð fjórða með 4,55 metra, eins og Þórey Edda Elísdóttir, sem varð fimmta.

Anna Rogowska fagnar bronsverðlaunum sínum.
Anna Rogowska fagnar bronsverðlaunum sínum. AP
mbl.is